TILKYNNING VARÐANDI LEGACY RETREAT 2018


Eins og sérstakur hópur eyjaskeggja í Kyrrahafinu segir oft: Bula!

Búla! þýðir halló, bless, vertu velkomin/n, kærleikur, ást og margt fleira. Þú þarft að leggja þetta orð á minnið þegar þú stefnir að því að verða fullgildur og með því getað tekið þátt í Legacy Retreat 2018 vegna þess að að við erum að fara til FIJI-eyja!

Komdu með okkur, dagana 25. – 30. apríl 2018, til hjarta Suður-Kyrrahafsins þar sem þú munt upplifa hvítar strendur, kristaltær vötn, lúxus líf og algjöra afslöppun.

Það er eins og tíminn á Fiji líði frekar hægt til þess að hæfa hraða lífsins í landinu. Landið samanstendur af yfir 300 eyjum. Þar er fjöldinn allur af hlutum og stöðum til að skoða og ævintýrum til að njóta. Eiginlega er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar best væri að byrja! Þessi áfangastaður er algjört draumaland fyrir alla ferðalanga, sérstaklega ef þeir ferðast með Synergy WorldWide.

Við viljum helst ekki að þú missir af þessum væntanlega Legacy Retreat viðburði. Stefndu að því að verða fullgildur þátttakandi fyrir viðburðinn! Réttindatímabilið stendur yfir frá 1. janúar til 31. desember 2017.

Svo þú getir kynnt þér hvernig þú getur orðið fullgildur þátttakandi í Legacy Retreat 2018, smelltu hér.


DVALARSTAÐUR YKKAR Á FUJI
InterContinental Fiji Hotel & Resort sem er staðsett í hefðbundnu þorpi á Fiji-eyjunum, hýsir frábæra aðstöðu í alla staði og er umkringt pálmatrjám og u.þ.b. 14 hekturum af staðbundinni flóru. Njóttu gestrisni Fiji-búa við Natadola ströndina, sem er á heimsmælikvarða, kafaðu á milli skínandi kóralla, slappaðu af í sundlaugum og heilsulind hótelsins og farðu 18 holur á PGA-golfvellinum. InterContinental Fiji Hotel & Resort mun koma þér í heimilisstað og þar getur þú notið þessarar lúxusferðar í botn.

En auðvitað eru allar stundirnar í Synergy Legacy Retreat ekki aðeins eftirminnilegar vegna glæsilegrar gistiaðstöðu hótelsins eða hrífandi útsýnis. Því með okkur hjá Synergy geturðu einnig skemmt þér konunglega með því að taka þátt í alls konar viðburðum, uppákomum og ævintýrum að eigin vali, notið ljúffengra máltíða og notið félagsskapar við úrvalsfólk og dygga leiðtoga.

Settu stefnuna á eyjarnar. Vertu fullgildur á þessu ári og upplifðu Fiji með stæl. Við hlökkum til að verðlauna þig með dvöl í paradís árið 2018.

Til að horfa á samantekt af myndbandi af Legacy Retreat í Mónakó árið 2017, smelltu hér.

CONVERSATION

0 ummæli:

Skrifa ummæli

Instagram

Follow Us