ENDURBÓT Á MAGNI TITILS




Synergy WorldWide er þessa stundina að flýta fyrir brautargengi liðsfélaga í áttina að titlinum Presidential Executive með nýjum tækifærum til þess að feta sig upp metorðastigann og öðlast æðri titil!

HVERNIG VIRKAR ÞETTA?

Í fyrsta lagi þá er það afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þessi endurbót á aðeins við metorðastigann og æðri titla og hefur engin áhrif á það hvernig þóknanir eru reiknaðar út.

Allt fram að þessari tilkynningu var titill liðsfélaga reiknaður út þannig að stuðst var við aðeins eina upphæð varðandi CV punkta á veika leggnum (weak leg CV). En með þessari endurbót munu titlar liðsfélaga verða reiknaðir út og stuðst við þrjár aðgreindar upphæðir.

Við skulum nú taka fyrir hvert einstakt atriði fyrir sig til frekari skýringar:

1. CV punktar á veika leggnum
Magn CV punkta á veika leggnum er minna en magn CV punkta á sterka leggnum (strong leg CV) í viðskiptunum þínum. Sterki leggurinn er sá stærri af þeim tveimur.


Dæmi
Hægri leggur = 500 CV punktar; vinstri leggur = 1.000 CV punktar
Veiki leggurinn = 500 CV punktar

Allt fram að þessari endurbót voru titlar reiknaðir út með því að styðjast eingöngu við CV punktana á veika leggnum. Í framhaldinu verða CV punktar á veika leggnum nú 1 af 3 einingum sem stuðst er við þegar titlar eru reiknaðir út.

2. CV punktar á Tracking Center 1 (TC1 CV)
CV punktar á TC1 er það magn sem tengist persónulegum pöntunum og pöntunum persónulega styrktra vildarviðskiptavina.

Dæmi
Í janúarmánuði gerir þú 1 persónulega pöntun upp á 200 CV punkta og 1 pöntun fyrir vildarviðskiptavin upp á alls 200 CV punkta. Þá er magn þitt á TC1 400 CV punktar. 

Alllt fram að þessari endurbót giltu CV punktar á TC1 aðeins fyrir titla þeirra liðsfélaga sem voru ofar en þú í metorðastiganum. Þessir CV punktar leggja ekkert af mörkum varðandi þinn persónulega titil. Í framhaldinu verða allir CV punktarnir þínir á TC1, fram að Elite Rebate, notaðir til þess að reikna út titil.


3. Elite Rebate bónus CV punktar persónulega styrktra liðsfélaga 
Hver markaður fyrir sig hefur ákveðið sitt eigið Elite stig—á því stigi eiga liðsfélagar rétt á 25% Elite Rebate bónusi fyrir það magn sem fer fram úr því magni sem ákvarðað hefur verið fyrir tiltekinn mánuð. Sem skýringu á þessu munum við nota 200 CV punkta sem Elite stigið okkar.

Allir CV punktar á TC1, sem eru 200 CV punktar eða færri, safnast upp eins og venjulegt, fullgilt magn. 50% af því magni, sem fer yfir 200 CV punkta, safnast einnig upp. Það magn, sem eftir er, er svo notað til þess að reikna út og greiða Elite Rebate bónus og safnast ekki upp sem fullgilt magn. Við munum vísa til CV punkta, sem búið er að taka út, sem Elite Rebate CV punkta til frekari útskýringar.

Dæmi
Jón gerir pöntun upp á 200 CV punkta á fyrsta degi tilkekins mánaðar. Seinna í sama mánuði gerir einn af viðskiptavinum hans vörupöntun upp á 100 CV punkta. Þessum 100 CV punktum er síðan skipt í tvennt. 50 CV punktar safnast upp ásamt upphaflegu 200 CV punktunum sem hann fékk fyrir fyrstu pöntunina í þeim mánuði. Þeir 50 CV punktar, sem eftir eru, eru notaðir til að greiða út 25% Elite Rebate bónus. 

Þetta dæmi sýnir að ef þú ert í upplínu Jóns, safnast upp 250 CV punktar af 300 CV punktum þér í hag og

teljast til þess magns sem er á annað hvort vinstri- eða hægri leggnum þínum sem fer eftir því á hvorum leggnum Jón er.

Í þessum þætti sem fjallar um endurbótina mun Synergy taka ALLA Elite Rebate CV punkta (CV punkta sem búið var að taka út til þess að greiða Elite Rebate bónus) sem tengjast persónulega styrktum liðsfélaga þínum og nota þá til þess að reikna út titilinn þinn. Þetta á við um alla þína persónulega styrktu liðsfélaga, sama á hvaða legg þeir eru.


Hér á eftir eru sýnd nokkur dæmi til að útskýra hvernig þetta gengur fyrir sig.

1. dæmi

Jóna er með 1.700 CV punkta á veika leggnum sínum. Magnið á sterka leggnum hennar er 3000 CV punktar.

Jóna er með 700 CV punkta á TC1 og er með alls 600 CV punkta sem voru teknir af hennar persónulega styrktu liðsfélögum til þess að greiða út Elite Rebate bónus.

Magn tilils er reiknað út á eftirfarandi hátt:

1700 CV punktar á veika leggnum + 700 CV punktar á TC1 + 600 Elite Rebate CV punktar færa Jónu = 3000 CV punkta

Magn titils er nú 3000 CV punktar og hlýtur Jóna viðurkenninguna og titilinn Silfur (Silver). Hennar rétta magn á veika leggnum, sem notað var í bónusgreiðslur, helst óbreytt, eða 1.700 CV punktar.

1. dæmi 

Óli er með 11.000 CV punkta á veika leggnum sínum. Magnið á sterka leggnum hans er 20.000 CV punktar.

Óli er með 2.500 CV punkta á TC1 og er með alls 1500 CV punkta sem voru teknir af hans persónulega styrktu liðsfélögum til þess að greiða út Elite Rebate bónus.

Magn titils er reiknað út á eftirfarandi hátt:

11.000 CV punktar á veika leggnum + 2.500 CV punktar á TC1 + 1.500 Elite Rebate CV punktar færa Óla 15000 CV punkta

Magn titils er nú 15.000 CV punktar og hlýtur Óli viðurkenninguna og titilinn Team Manager. Hans rétta magn á veika leggnum, sem notað var í bónusgreiðslur, helst óbreytt, eða 11000 CV punktar.

3. dæmi

María er nýr liðsfélagi hjá Synergy og hefur enn ekki innskráð neinn á hvorki veikan né sterkan legg. Báðir leggirnir eru með 0 CV punkta. En María hafði samband við fjölskyldu og vini sem allir vildu prófa vörurnar frá Synergy. Í kjölfarið keypti hún alls 1.500 CV punkta fyrsta mánuðinn  til persónulegra nota og til þess að selja nýjum viðskiptavinum!

María er með 1.500 CV punkta á TC1 eingöngu.

Magn titils er reiknað út á eftirfarandi hátt:

0 CV punktar á veika leggnum + 1.500 CV punktar á TC1 + 0 Elite Rebate CV punktar færa Maríu 1.500 CV punkta

Magn titils er nú 1.500 CV punktar og hún hlýtur viðurkenninguna og titilinn Brons (Bronze). Hennar rétta magn á veika leggnum, sem notað var sem bónusgreiðslur, helst óbreytt, eða 0 CV punktar.

MAGN TITILS Á PULSE VEFSÍÐUNNI

Sá hluti varðandi magn titils verður sýndur í ‘Performance bar’ sem er vinstra megin á heimasíðu Pulse vefsíðunnar.

Hér getur þú séð sundurliðun eftirtaldra atriða:

  1. Magn titils
  2. Magn á TC1
  3. Elite Rebate CV punktar
  4. Vinstri leggur
  5. Hægri leggur


Með þessum upphæðum getur þú greinilega séð hvernig magn titils er reiknað út í hverjum mánuði.

Við hlökkum til að veita mörgum ykkar viðurkenningar á meðan þið byggið upp viðskipti hjá Synergy með viðskiptafélögum og viðskiptavinum.


Takið eftir: Gagnagrunnur Synergy mun uppfæra Magn titils á tveggja til þriggja klukkustunda fresti. Vinsamlegast sýnið þolinmæði þegar þið gerið pantanir og/eða bíðið eftir uppfærslu á færslunni Magn titils.


CONVERSATION

0 ummæli:

Skrifa ummæli

Instagram

Follow Us