Skilaboð frá framkvæmdastjóra: sumarið 2015

Leiðtogar Synergy um allan heim geta staðfest að það að taka þátt í viðburðum Synergy er frábær leið til að mynda tengsl við jafninga sína, fá ómetanlega þjálfun og kynna nýja liðsfélaga til leiks í Synergy samfélaginu. Að auki eru þar fjölmargar hvetjandi kynningar, afþreying og skemmtun. Nú þegar líður að hausti fer svo spennan að aukast fyrir meginviðburði ársins, ársfundinum 2015 í Róm (Summit 2015)!

Þó Synergy hafi um árabil verið þekkt sem fyrirtæki á sviði hjartaheilsu höfum við verið að teygja okkur inn á nýja markaði og ná til nýrra markhópa. Þó við trúum enn á mikilvægi þess að bæta hjarta- og æðaheilsu eru afreksíþróttamenn um allan heim farnir að treysta vörum okkar til að hámarka getu sína við þjálfun og keppni. Þá hafa þúsundir einstaklinga reynslu af vörum okkar við þyngdarstjórnun.

Synergy styrkti með stolti Team IAM Cycling í Tour de France hjólreiðakeppninni í sumar. Liðið náði þeim frábæra árangri að enda meðal þeirra 10 efstu! Íþróttamenn okkar voru þó ekki þeir einu sem náðu góðum árangri í sumar, því liðsfélagar okkar hafa einnig staðið sig einstaklega vel á þessu ári. Ég hlakka til að sjá þegar fremstu liðsfélagar okkar verða heiðraðir á ársfundinum. Við hlökkum einnig til að kynna nýjar vörur, markaðsherferðir og leiðir til að byggja upp viðskiptin. Sérstaklega vekjum við athygli á nýju verkefni, sem mun gjörbylta viðskiptunum og verður kynnt á ársfundinum 2015! Þetta nýja og endurhannaða viðskiptalíkan mun gera ykkur kleift að hámarka möguleika ykkar innan Synergy betur en nokkru sinni fyrr.

Að þessu sögðu er aldrei of snemmt að byrja að skipuleggja hvíldarferð 2016 (Legacy Retreat) til Kona, Hawaii! Munið að nýta ykkur tilboðið sem fer af stað í Róm til að tryggja ykkur pláss í hvíldarferðinni. SMELLIÐ HÉR til að lesa um hvernig þið getið tekið þátt!

Ég er mjög spenntur fyrir þessum næsta hluta ársins 2015 og hlakka til að sjá ykkur á komandi viðburðum. Þegar haustar munum við standa fyrir viðburðum til að taka saman upplýsingar um allar nýju vörurnar og verkefnin sem kynnt verða í Róm. Fyrsti viðburðurinn verður í Östersund í Svíþjóð þann 26. september. Nánari upplýsingar eru á leiðinni, ekki missa af þessu!

Ég hef notið fyrstu mánaða minna sem framkvæmdastjóri og sérstaklega hef ég notið þess að vinna með ykkur. Ég vil nota tækifærið og óska ykkur öllum til hamingju með enn einn árangursríkan ársfjórðunginn! Vonast til að sjá ykkur á ársfundinum!


CONVERSATION

0 ummæli:

Skrifa ummæli

Instagram

Follow Us