NÝ LEITARFORRIT TIL UPPLÝSINGAR UM STÖÐU HVATAVERÐLAUNA Í BEINNI Á PULSE VEFSÍÐUNNI


Nú á árinu 2018 getur þú auðveldlega fylgst með frammistöðu þinni og framförum með því að horfa á nokkur forrit sem upplýsa þig um stöðu þína hvað varðar hvataverðlaun og bónusa á Pulse vefsíðunni. Einfaldlega skráðu þig inn á Pulse vefsíðuna, sem er rafrænn upplýsingavefur Synergy, og leitaðu uppi Elite Honors leitarforritið, Torina Magica leiðtogatöfluna og listann yfir Title Plus.

ELITE HONORS LEITARFORRITIÐ
Elite Honors Elite Honors hvataverðlaunaprógrammið hefur ótrúlega mikið vægi þetta árið. Þú getur ekki aðeins unnið þér inn gjafabréf til vörukaupa og möguleika á viðurkenningum, heldur einnig stærstu Title Plus bónusana og auka stig á meðan á Torino Magica kynningunni stendur með því að ná skilyrðum Elite Honors!


Ertu búinn að uppfylla mánaðarlegu skilyrðin varðandi CV punkta á TC1? Ertu búinn að skrá inn nýjan liðsfélaga með 200 CV punkta? Auðvitað ertu búinn að því … nú þarftu að fylgjast með næstu mánuðunum sem þú uppfyllir skilyrðin samfleytt! Til þess að geta flett upp á því hvernig liðsfélögum, sem þú hefur verið persónulegur bakhjarl fyrir, gengur að uppfylla skilyrði Elite Honors, smellltu á táknmyndina (icon) sem er hægra megin á leitarforritinu og á skjánum mun birtast skýrsla þar sem þú getur séð nöfn hvers og eins. Með því að vita hvernig þeim gengur, auðveldar það þér að aðstoða þá við að uppfylla skilyrði Elite Honors í hverjum mánuði á áhrifaríkari hátt.

TITLE PLUS SKÝRSLA
Um leið og þú öðlast nýja pinnatitla á árinu 2018 og viðheldur þeim, ert þú á réttri leið með að vinna þér inn hugsanlega stóra peningaupphæð. Title Plus, sem er eitt árangursríkasta hvataverðlaunaprógrammið í sögu Synergy WorldWide, er arðbær leið til þess að minna þig á hversu mikilvægt það er að öðlast fleiri og æðri titla í hverjum mánuði!

Svo þú getir fundið Title Plus skýrsluna, skraðu þig inn á Pulse vefsíðuna og veldu „Reports“ („Skýrslur“) úr Pulse valmyndinni. Þú munt finna „Title Plus“ skýrsluna undir „Reports“ („Skýrslur“).


Náðu nýjum pinnatitil og fylgstu með því á töflunni. Fylgstu síðan með töflunni merkja við framfarir þínar þegar þú viðheldur þessum titli og öðlast jafnvel æðri titla! Fylgstu með þegar þú hefur uppfyllt skilyrði Elite Honors sem opnar þér leið til að fá samsvarandi bónusa og bónusinn fyrir „fjórða mánuðinn“. Mundu, að þegar þú öðlast fleiri og æðri titla vinnur þú þér inn bónusa fyrir hvern þeirra!

TORINO MAGICA LEIÐTOGATAFLAN
Viltu fylgjast með stöðu þinni í keppninni um Torino Magica hvataverðlaunin? Langar þig til að vita hvern þú þarft að sigra svo þú getir unnið til hinna mánaðarlegu Torino Magica verðlauna? Stigin munu hrannast upp á árinu og þú hefur tækifæri til að detta í lukkupottinn.

Svo þú getir fundið Torino Magica leiðtogatöfluna, loggaðu þig inn á Pulse vefsíðuna og veldu „Reports“ („Skýrslur“) úr Pulse valmyndinni. Þú munt finna „Torino Magica“ undir „Reports“ („Skýrslur“).

Njóttu Pulse vefsíðunnar og notaðu hinar fjölmörgu töflur (charts), leitarforrit (trackers), skýrslur (reports) og aðgerðir (features), svo þú getir aukið tekjurnar á árinu 2018. Til frekari upplýsinga um hvataverðlaunaprógrammið árið 2018, vinsamlegast smelltu hér.

CONVERSATION

0 ummæli:

Skrifa ummæli

Instagram

Follow Us