Rob Lord, Framkvæmdastjóri, Norður-Evrópa


Fyrir hönd Synergy Europe er mér það ánægja að tilkynna að Rob Lord muni bæta við sig stöðunni Framkvæmdastjóri fyrir Norður-Evrópu.

Allt frá árinu 2013 hefur Rob með góðri raun starfað sem Framkvæmdastjóri fyrir Bretland, Írland og Holland. Hann mun halda áfram að hafa umsjón með aðgerðum okkar og starfsemi á þessum mörkuðum. Nú hefur Rob í sinni nýju stöðu samþykkt að taka á sig aukna ábyrgð sem Framkvæmdastjóri fyrir Finnland, Noreg, Svíþjóð, Ísland og Danmörku. Ég er fullviss um að hann muni veita dýrmæta leiðsögn og stuðning fyrir fólk í þessum löndum.

Með yfir 15 ára reynslu í alþjóðlegri stjórnun hefur Rob sérfræðikunnáttuna sem þarf til að hjálpa Liðsfélögum í Norður-Evrópu að ná sínum settum markmiðum og sýna hvað í þeim býr í förinni til Elite Health. Hann er staðfastur í að hjálpa fyrirtækinu og fólkinu innan þess að ná árangri.

Rob mun starfa náið með sölu- og markaðsfólki okkar sem og vaxandi þjónustuveri við að aðstoða Norður-Evrópu. Hann mun sem fyrr hafa árangur Liðsfélaga okkar að leiðarljósi. Þar sem Rob mun áfram svara beint til mín munum við vinna saman að því að byggja meiri stöðugleika, vöxt og hagræði í Evrópu.

Vinsamlegast tökum höndum saman í að bjóða Rob velkomin í að takast á við nýju stöðuna sína.

Virðingarfyllst,
Carmelo D’Anzi
Varaformaður
Synergy Europe

CONVERSATION

0 ummæli:

Skrifa ummæli

Instagram

Follow Us